VW Open 2013 - Úrslit

Örn Viðar og Samúel í sigurvímu
Örn Viðar og Samúel í sigurvímu

Í gær lauk VW Open stórmótinu sem hefur verið haldið í tæp 30 ár hjá Golfklúbbi Akureyrar. Eins og ávallt var mótið glæsilegt í alla staði, umgjörðin var rosalega flott en miklum bílaflota var dreift út um allan völl. Veðurhrakspárnar sem vinir okkar spáðu stóðust engan veginn en gott veður var allt mótið nema fyrir hádegi á föstudeginum þá ringdi vel, veðurfréttamenn fá því ekki frítt í mótið að ári. Eins og alltaf voru verðlaun í mótinu glæsileg, en sigurvegararnir þá hvor fyrir sig 100.000 kr. gjafabréf frá Icelandair.

Öll úrslit helstu úrslit má finna hér að neðan.

1. sæti Samúel Gunnarsson / Örn Viðar Arnarson 93 punktar
2. sæti Jónas Þór Hafþórsson / Kristján Elí Örnólfsson 89 punktar  
3. sæti Viðar Örn Ómarsson / Sævar Pétursson 87 punktar - Betri seinni hringur
4. sæti Helgi Gunnlaugsson / Hjörtur Sigurðsson 87 punktar 
5. sæti Hjörvar Maronsson / Ingi Torfi Sverrisson 86 punktar
Allir þessir vinningshafar eru í Golfklúbbi Akureyrar.

Nándarverðlaun og lengstu teighögg:
Föstudagur 30. ágúst.

Næst holu á 4. braut: Jón Ingólfsson  GA 70 cm
Næst holu á 6. braut: Hergeir Elíasson GKJ 1.64 m
Næst holu á 11. braut: Sigurður H Ringsted  GA 81 cm
Næst holu á 14. braut: Fylkir Þór Guðmundsson GA 2.03 m
Næst holu á 18. braut: Benedikt Þór Jóhannsson  GH 68 cm
Lengsta teighögg á 15 braut: Kristinn G Bjarnason GSE

Laugardagur 31. ágúst.

Næst holu á 4. braut: Stefán Már Stefánsson GR 81 cm
Næst holu á 11. braut: Stefán Atli Agnarsson GA 3,56 m
Næst holu á 18. braut  Steindór Kristinn Ragnarsson vallarstjóri GA og Valdimar Valsson GA 0cm, báðir fóru holu í höggi.
Lengsta teighögg á 17 braut: Hjörvar Maronsson GA

Tilþrif mótsins voru klárlega þau að tveir einstaklingar skyldu fara holu í höggi, á sömu holu, með 30 mínútna millibili!

Golfklúbbur Akureyrar þakkar styrktaraðilum mótsins, VW, Höldur og Heklu fyrir eitt glæsilegasta mót sumarsins og öllum þeim þátttakendum sem þorðu að spila í þessu "óveðri" kærlega fyrir þátttökuna.