Vorverkin í fullum gangi á Jaðri

2. flötin í blíðunni í gær
2. flötin í blíðunni í gær

Núna síðustu daga hefur veðrið verið gott hjá okkur hér á Jaðri og gróður farinn af stað aftur eftir smá pásu!

Staðan er heilt yfir mjög góð og nánast allar flatir komnar mjög vel af stað, við horfum því björtum augum á sumarið þar sem horfurnar eru virkilega góðar.

Það er mikið í gangi á vellinum þessa dagana.  Unnið er hörðum höndum að því að færa æfingasvæðið upp á 8. og 9. braut og er áætlað að opna það eins fljótt og auðið er.  Nú er verið að vinna í því að ræsa út blauta svæðið á gömlu brautunum og gengur sú vinna mjög vel.

Snjórinn tekur hratt upp og það er mikill dagamunur núna og vonandi ekki langt í að snjórinn verði að mestu leyti farinn.

Við stefnum ennþá á það að opna völlinn þann 23 maí og ef veðrið verður okkur hlihollt næstu daga þá ætti það að nást