Vortilboð á Titleist kúlum

Nú er hið árlega vortilboð hafið og stendur það til 30. apríl. Hægt er að byrja að senda inn pantanir núna og út 30. apríl.
Margir kylfingar nota 3-5 dúsín á ári og þetta er því frábært tækifæri til að byrgja sig upp á góðum díl.

Afgreiðslufrestur er 3-6 vikur og því gott að hvetja kúnna til að panta sem fyrst svo boltarnir verði klárir áður en að tímabilið fer á fullt.

Tilboðið gildir á eftirtöldum tegundum:
Pro V1:                 hvítur 1-4, hvítur 5-8, hvítur 00, 1-99 og gulur 1-4
Pro V1X:              hvítur 1-4, hvítur 5-8, hvítur 00, 1-99 og gulur 1-4
AVX:                     hvítur 1-4 og gulur 1-4

 • Verslar þrjú dúsín og færð það fjórða í kaupbæti
 • Tilboðið gildir á týpunum: Pro V1 (hvítur og gulur), Pro V1x (hvítur og gulur) og AVX (hvítur og gulur)
 • Allir gulir boltar koma með númerunum 1-4, ekki hægt að fá gula bolta með 5-8 eða sérstökum númerum.. t.d. #18
 • Hvítir boltar koma með númerunum 1-4 eða 5-8 en einnig hægt að fá sérstök númer á hvíta Pro V1 og Pro V1x
 • Boltar með sérstökum númerum eru dýrari
 • Hægt er að fá sérstök númer (00, 1-99) á hvíta Pro V1 og Pro V1x, ekki á gula bolta né hvíta AVX
 • Ef valið er sérstakt númer þá kemur það alla boltana, öll fjögur dúsínin
 • Ekki hægt að blanda og fá t.d. tvö dúsín með venjulegum númerum og tvö dúsin með númerinu 88
 • Ekki hægt að blanda og fá t.d. tvö dúsín af Pro V1 og tvö dúsín af Pro V1x
 • Hægt er að fá allar tegundir án sérmerkingar og þá koma þeir með venjulegum númerum (1-4) og í sérstökum gjafakassa með 16x 3-bolta öskjum (sjá mynd)
 • Frí sérmerking í boði á allar tegundir
 • Ein leturgerð á sérmerkingarnar og allt HÁSTAFIR
 • Hægt að velja rautt eða svart letur
 • Hægt að sérmerkja í 3 línur og það komast 17 stafir að hámarki í hverja línu (stafabil talið með). Texti miðjaður í hverri línu
 • Íslenskir stafir í boði
 • Ekki er hægt að sérmerkja texta sem tengist þekktu vörumerki eða t.d. fótboltafélagi
 • Loks engar kommur, punktar né strik nema að einnig séu venjulegir stafir með í sérmerkingunni (t.d. „-ÓLI.PRIK-„ í lagi en „+“ ekki)

Verð með númeri 1-4: 24.500kr
Verð með sérstöku númeri: 25.500kr

Pantanir á jonheidar@gagolf.is