Vorferð golfkvenna GA

Sunna Borg á 3. teig á Húsavík
Sunna Borg á 3. teig á Húsavík
Golfkonur fóru sína árlegu vorferð nú um helginaLagt var af stað frá Akureyri í bítið á laugardagsmorgun og haldið í Mývatnssveit og spilaðar þar 18 holur á Krossdalsvelli - eftir það farið í Jarðböðin og slakað á fyrir kvöldverð á Hótel Reynihlíð. Síðan var daginn eftir haldið til Húsavíkur og spilaðar þar 18 holur á katlavelli - Veðurguðirnir léku við golfkonur og var þetta mjög vel heppnuð ferð í alla staði. Myndir eru komnar á vefinn - Kvennastarf.