Vorferð GA kvenna

Met þátttaka var í vorferð GA kvenna.

Það voru 33 GA konur sem lögðu land undir fót í Borgarfjörðinn. Leigðu sér rútu og héldu í golfferð í Borganes og Akranes.

Þegar komið var á golfvöllinn í Borganesi þá var ætlunin að spila 9 holur en það viðraði ekki sem skildi. Það voru einungis 3 konur sem luku leik þ.e. spiluðu 9 holur, nokkrar konur fóru 8 holur og aðrar minna þar sem veður var hreint út sagt afleitt, það var til skiptis rok og rigning og rok og haglél :) En það birti upp á laugardeginum og þá var spilað í blíðu veðri á Akranesi 18 holu golfmót. Sigurvegari mótsins var Bryndís Friðriksdóttir, önnur Halla Sif Svavarsdóttir og þriðja Kristín Björnsdóttir. Mikil veisla, Bítla tónleikar og Bítlaball var svo á Hotel Hamri á laugardagskvöld. Í bítið á sunnudag var svo lagt i 18 holu hring á golfvellinum í Borganesi í björtu veðri. Það voru svo glaðar konur sem lögðu í hann heim á leið og voru komnar til síns heima á sunnudagskvöld. Skipulagning ferðarinnar var í höndum kvennanefndar GA. Frábærar konur - frábær ferð.