Völlurinn þéttbókaður næstu daga

Næstu daga, eða alveg fram yfir helgi er völlurinn þétt bókaður af mótahaldi og því gæti reynst erfiðara að fá rástíma. Því viljum við benda félögum á Lundsvöll en hann er í góðu standi þessa dagana og spila GA-félagar þar gjaldfrjálst. Því er tilvalið að skella sér austur í Lundsskóg og spila þar í góðu veðri. 

Bestu kveðjur, GA