Völlurinn

Umgengni - opnunartími.

Jaðarsvöllur er opinn nú á meðan veður leyfir – ef kalt er og flatir hvítar að morgni þá er BANNAÐ að fara inn á þær.

Í gær 7. október voru flatir slegnar sem telst til tíðinda hér á Jaðarsvelli enda einmuna veðurblíða búin að vera og spáin góð áfram.

Vallarstjóri og vallarnefnd vill koma eftirfarandi skilaboðum til kylfinga:

Ágætu kylfingar

Allt of mikið hefur borið á ófrágengnum kylfu- og kúluförum á haustmánuðum.Biðjum við því kylfinga að hjálpast að við að koma í veg fyrir frekari skemmdir. Hafa flatargaffal meðferðis nú sem endranær!

Þess má geta að högg lengra en 30 metrar skilur ALLTAF eftir sig kúlufar á flötum.

Göngum vel um völlinn okkar.