Volkswagen Open 2013 (MMC)

Mjög góð þátttaka í Volkswagen Open

Hið sívinsæla mót Volkswagen Open, áður Mitzubishi Open, hófst  morgun. Líkt og undanfarin ár er leikinn betri bolti, og eru leiknir 2 hringir. Glæsileg verðlaun eru í boði og verður boðið upp á léttar veitingar á lokahófinu sem fer fram á laugardagskvöldið.

Veðurspáin hefur verið mikið á milli tannanna á fólki, en þegar ræst var út í morgun þá var hæg suðlæg átt og lítilsháttar rigning, en nú um hádegisbil er nánast komið logn og hætt að rigna. Veðurspáin áfram er sú að það á að auka í vind undir kvöldið og gæti rignt lítilsháttar.

Skráðir til leiks eru um 150 manns.