Volare Open fór fram í dag

Alls voru 44 konur sem tók þátt í kvennamóti Volare í dag. Það var vel hvasst í dag en inná milli lægði og var rosalega gott veður. Þegar konurnar komu inn beið þeirra fótabað ásamt veglegri kynningu á ýmsum vörum frá Volare. Úrslitin í mótinu voru eftirfarandi:

Punktakeppni m/forgjöf:

  1. Stefanía Kristín Valgeirsdóttir 41 punktur
  2. Arnheiður Ásgrímsdóttir 35 punktar
  3. Guðný Óskarsdóttir 34 punktar (18 á seinni)
  4. Þórunn Anna Haraldsdóttir 34 punktar (16 á seinni)
  5. Aðalheiður Helga Guðmundsdóttir 34 punktar (13 á seinni)
  • Nándarverðlaun á 4. holu: Stefanía Elsa Jónsdóttir 1,65m
  • Nándarverðlaun á 18. holu: Guðrún Kristjánsdóttir 5,40m
  • Lengsta teighögg á 15. braut: Indíana Auður Ólafsdóttir 
Í lokin voru svo dregnir út 5 happdrættis vinningar.
 
Golfklúbbur Akureyrar þakkar fyrir flotta þátttöku hjá konunum og frábær verðlaun og þjónustu frá Volare.