Volare Open

Úrslit úr kvennamóti Volare og GA.

Góð þátttaka var í kvennamóti GA.

Glæsileg verðlaun frá Volare fyrir 5 efstu sætin.

Keppt var í einum flokki - punktakeppni með forgjöf og veitt verðlaun fyrir 5 efstu sætin. Í 1. sæti var Unnur Hallsdóttir GA með 35 punkta, Halla Sif Svavarsdóttir GA í 2. sæti líka með 35 punkta, Anna Einarsdóttir GA í 3. sæti með 34 punkta, í 4 sæti Sigríður Elín Þórðardóttir GSS með 32 punkta og í 5 sæti var Aðalheiður Helga Guðmundsdóttir GA með 31 punkt.

Veitt voru nándarverðlaun á 4. braut þar var Guðný Óskarsdóttir næst holu 7.59 m og á 18. braut var Jónasína Arnbjörnsdóttir næst holu 1.33 m þær eru báðar i GA.

Lengsta teighögg á 7. braut átti Eva Hlín Dereksdóttir úr GA

Eydís og Bylgja frá Volare tóku á móti konunum þegar þær komu í hús og kynntu fyrir þeim Volare vörurnar og síðan fékk hver kona handar og axlarnudd.

Veður var eins og best verður á kosið sól og blíða