Vökvunarkerfi komið í allar nýjar flatir

Sjálfvirkir úðarar komnir í allar nýjar flatir

Lagðar hafa verið vatnslagnir að 7. flöt að Jaðri og sjálfvirkum úðurum komið þar fyrir. Er þetta síðasta nýja flötin sem fær sjálfvirka vökvun, en alls hafa 9 nýjar flatir verið teknar í notkun. Til viðbótar hefur vökvunarkerfi verið lagt í æfingaflatirnar þrjár við bílastæðin, sem og 15. og 17. flöt. Stefnt er að því að opna æfingaflatirnar og þá sautjándu í sumar. Óvíst er með opnun 15. flatar enn sem komið er.

Myndir af vallarframkvæmdum Áhugasamir geta skoðað myndir af framkvæmdum við Jaðarsvöll, sem uppfærðar eru stöðugt á ljósmyndavef Edwins. Tengillinn er: http://www.flickr.com/photos/28589123@N03/