Vökvunarkerfi

Verið að koma fyrir vökvunarkerfi. Nú síðustu vikur hefur vinna staðið yfir við lagningu vökvunarkerfis í flatir og teiga. Mikið miðlunarlón er komið hjá 8. braut og er nú verið að leggja lokahönd á að koma fyrir stofnlögnum fyrir veitukerfið. Vinnu við veitukerfið verður framhaldið á næstu vikum enda mikil vinna framundan. Nokkrar myndir eru komnar í safnið Völlurinn.