Vöfflukaffi 17. febrúar í Golfhöllinni

Á laugardaginn næsta, 17. febrúar, ætlar barna- og unglinganefnd GA að standa fyrir vöfflukaffi og gleðidegi í Golfhöllinni.

Herlegheitin eru á milli 14-17 og hvetjum við alla til að kíkja við og taka þátt og styrkja í leið krakkana okkar sem eru á leið í æfingaferð.

Hægt verður að taka þátt í púttmóti, næstur holu í Trackman og fá sér vöfflur og kaffi/djús.

Sjáumst í Golfhöllinni á laugardag.