Vinnukvöld í Klöppum næstu daga

Nú styttist heldur betur í að við opnum nýja og glæsilega æfingasvæðið okkar sem fengið hefur nafnið Klappir!

Við ætlum því að efna til vinndaga í dag mánudag og á morgun þriðjudag og ætlum við að byrja kl. 17:00 báða dagana.

Á þessum vinnudögum ætlum við að reisa milliveggi, festa teppi á básana og festa þá niður.  Ganga frá í kjallaranum ásamt ýmsum fleiri smáverkum.

Nú er verið að leggja lokahönd á þetta glæsilega mannvirki og því væri frábært ef sem flestir gætu mætt og hjálpað okkur :)