Vinnufúsir - Mót á vegum Vallarnefndar GA

Vinnudagur að hausti.

Vallarnefnd ætlar að boða þennan dag til smá haustvinnu á vellinum fyrir hádegi og spila svo 9 holur á eftir og enda í kaffi að hætti GA kvenna eins og í fyrra. 

Við munum ræsa út á öllum teigum á suðurvelli samtímis kl. 13.00.

Mæting kl. 12.30 – Vinnufúsir draga sér teig númer (4 saman í holli) Spiluð verður punktakeppni með forgjöf

Mót þetta er ætlað þeim sem hafa tekið þátt í þessari vinnu með okkur hvort sem er við vinnu á vellinum, við húsið, eða aðstoðað við framkvæmd móta.

Mætum og spilum 9 holur og þiggjum kaffiveitingar á eftir, þar sem veitt verða verðlaun fyrir þessi tvö mót þar sem fjölbreytt verðlaun verða í boði