Vinnudagurinn 8. maí - Fréttir af vallarframkvæmdum

Fyrri vinnudagurinn þetta vorið.

Nú síðustu vikurnar hefur verið unnið mikið verk af vallarnefnd og öðrum GA félögum við það að grisja trjágróður og taka niður ofvaxna runna á vallarsvæðinu. Var síðan ákveðið að hafa auka vinnudag núna síðastliðinn sunnudag til að klára þetta verk þ.e.a.s. það sem ákveðið var að gera á þessu vori og koma burt af svæðinu því sem skorið hafði verið niður - góð mæting var þrátt fyrir súldarveður og lágt hitastig.

En klúbbfélagar láta nú ekki veðrið aftra sér þegar kemur að því að mæta til að snyrta og fegra völlinn.

Mikið verk er enn óunnið í því að grisja og verður því framhaldið næsta vetur og vor.

Tré voru flutt af svæði aftan við 14. flöt og sett í mön sem verið var að gera austan við flötina. Þá hefur verið unnið í nýju nýræktarsvæði fyrir flatargras syðst við vallarmörk austan við 16. flöt.

Verið er að vinna í þeim teigum sem byrjað var á og er verið að slétta þá og undirbúa fyrir þökulögn. Búið er að opna fyrir vökvunarkerfið og áburðagjöf hafin.

Núna er svo verið að vinna í flötum og undirbúa þær fyrir opnun vallarins sem reyndar er ekki alveg ákveðið hvenær verður.

En vinnudagurinn verður núna næsta laugardag frá kl. 9 - 14

Boðið verður upp á súpu og brauð & kaffi og með því.

Opnun vallarins verður svo auglýst hér á síðunni.

Gleðilegt golfsumar ágætu GA félagar.

Myndir komnar í myndasafn frá fyrri vinnudegi.