Vinnudagur Þriðjudaginn 1. maí

Vinnudagur verður Þriðjudaginn 1. maí frá kl. 10

Helstu verk sem þarf að vinna á velli:

  • Fara yfir girðingar
  • Laga brýr
  • Kantskera bönkera
  • Fara yfir trjágróður og taka brotið
  • Gróðursetja
Verk sem þarf að vinna við Félagsheimili:
  • Bera á pall
  • Setja út garðhúsgögn og bera á þau
  • Laga flaggstöng í hliði og á turni
  • Málningarvinna
  • Önnur smá verk

Verk inni í Félagsheimili:

  • Þrif
  • Málningarvinna
  • Sjá um kaffi og með því

  Síðan er fyrirhugaður annar vinnudagur um miðjan maí í tengslum við opnun vallarins – nánar auglýst síðar.  

Hlökkum til að sjá ykkur

Vallarnefnd

Húsnefnd

Stjórn Golfklúbbs Akureyrar