Vinnudagur og opnun vallar

Mikil og góð mætinga var á vinnudegi í gær laugardag 5. maí.

Nú síðustu vikurnar hefur vallarnefnd ásamt nokkrum GA félögum verið að grisja trjágróður og taka niður ofvaxna runna á vallarsvæðinu. Fenginn var að láni kurlari frá Akureyrarbæ og er verið að kurla trjágróðurinn og koma honum fyrir undir og við runna og tré á svæðinu. Vinnudagur var svo haldinn í gær laugardag og mættu þar um 60 manns til að vinna og fegra völlinn og undirbúa fyrir opnun en opnað var fyrir skráningu kl. 16.00 í gær og hefur verið nánast fullt í alla rástíma í gær og í dag. Allar 18 holur vallarins eru opnar.  Skiptu menn sér niður á verk, hópur manna fór í það að taka niður girðingar norðan við 5. braut og girða svo svæðið við 6. braut. Flokkur manna var að laga til á brautum 2 og 3 eftir lítilsháttar rask sem varð þegar hitaveituskurður var tekinn í gegnum þessar 2 brautir, farið var í það að hreinsa og laga læk á sömu brautum frá æfingaflöt. Stígar voru lagaðir og bætt möl í þá. Ný brú varð gerð á 14. braut, gróður hreinsaður og snyrtur. Umhverfi klúbbhúss snurfusað. Í klúbbhúsi var allt þrifið hátt og lágt og dittað að.

Vill Stjórn og Vallarnefnd þakka kærlega öllum þeim sem komu að vinnu þetta vorið á einn eða annan hátt  

Gleðilegt golfsumar ágætu GA félagar.