Vinnudagur og opnun 1.maí

Á mánudaginn næsta, 1.maí, verður vinnudagur upp á Jaðri á milli 10-14. Það er ýmislegt sem þarf að gera svo að við getum opnað völlinn og munu allir geta fundið eitthvað verk við sitt hæfi. Það þarf til dæmis að týna greinar, laga til í kringum skálann og Klappir, vinna í fjósinu, raka bönkera, setja upp útihúsgögn ásamt ýmsu öðru sem Steindór mun ákveða.

Bónusinn er að þeir sem mæta á vinnudaginn og láta til sín taka fá að spila völlinn eftir það! Það verða 10 holur opnar og munu aðeins þeir kylfingar sem mæta á vinnudaginn fá að spila. Almenn opnun er síðan á þriðjudaginn 2.maí. 

Jón Vídalín mun vera með súpu í hádeginu fyrir sjálfboðaliða.

Við hjá GA erum gríðarlega ánægð að geta opnað völlinn svona snemma fyrir félaga okkar, þann 1.maí verða ekki nema 134 dagar síðan síðasta golfmót var haldið upp á Jaðri sem gerir rétt ríflega fjóra mánuði.