Vinnudagur í dag 16-19

Við minnum alla GA félaga á vinnudaginn í dag frá 16-19. Margar hendur vinna létt verk og viljum við endilega sjá sem flesta í dag.

Nóg af verkum fyrir alla og súpa og brauð að vinnudegi loknum hjá Jóni Vídalín.

Hvetjum alla félagsmenn sem tök hafa á að mæta og aðstoða okkur við að koma vellinum í sitt besta stand áður en við opnum hann á morgun.