Vinnudagur á sunnudaginn næsta kl.10-14

18. flöt - mynd tekin 30.apríl
18. flöt - mynd tekin 30.apríl

Á sunnudaginn næsta, 5. maí, ætlum við að hafa vinnudag hér upp á Jaðri frá kl. 10-14.

Það eru mörg verkefni sem þarf að sinna og óhætt er að segja að það séu verkefni fyrir allra hæfi þennan daginn. 
Dæmu um verkefni:

  • Þrífa stéttar í kringum Golfskála
  • Setja útihúsgögn á pall
  • Bæta salla í stíga og hefla
  • Raka glompur
  • Almenn hreinsun í kringum Golfskála
  • Týna laust rusl á vellinum
  • Grisja greinar og tré
  • Leggja gerfigras við Klappir

Súpa, brauð og kaffi verður í boði fyrir duglegu sjálfboðaliðana okkar í hádeginu í skálanum.

Það er okkur hjá GA gríðarlega mikilvægt að eiga góða sjálfboðaliða og hlökkum við til að hitta sem flesta á sunnudaginn. 

Stefnt er að því að opna hluta af vellinum þriðjudaginn 7. maí á sumarflatir ef vel gengur á vinnudeginum og því er farið að styttast allverulega í þessu.

Jaðarsvöllur kemur frábærlega undan vetri, það er ekki oft sem maður hefur séð völlinn í eins góðu ásigkomulagi á þessum árstíma. Það má segja að grassvæðin séu mánuð á undan meðalárinu og er því gríðarlega spennandi golfsumar í vændum.