Vinnudagur á næsta laugardag 12.maí

Nú tökum við höndum saman!
Nú tökum við höndum saman!

Á laugardaginn næsta, 12. maí, ætlum við að hafa vinnudag hér upp á Jaðri frá kl. 9-14.

Bónusinn er að litli völlurinn, Dúddisen völlurinn, verður opnaður á laugardaginn og því hægt að byrja að æfa sig af fullum krafti! 

Það eru mörg verkefni sem þarf að sinna og óhætt er að segja að það séu verkefni fyrir allra hæfi þennan daginn. 

Súpa og brauð verður í boði fyrir duglegu sjálfboðaliðana okkar í hádeginu í skálanum.

Síðan er stefnt að því að opna hluta af vellinum miðvikudaginn 16. maí og því er farið að styttast allverulega í þessu!