Vinnudagur á morgun, laugardaginn 5. nóv

Á morgun, laugardaginn 5. nóvember ætla nokkrir vaskir GA félagar að mæta og taka aðeins til hendinni.

Hefst vinnudagurinn kl. 10:00 og er áætlaði að hann standi í rúmar tvær klukkustundir.

Það á að fara í það að færa nokkur tré á milli svæða ásamt því að klippa til og snyrta tré á ákveðnum svæðum.

Gott væri að fá nokkrar auka hendur til þess að aðstoða :)