Vinnudagur á Jaðri á laugardaginn

Nú er sól farin að hækka á lofti og mikið um að vera á Jaðri þessa dagana.

Við ætlum að hafa vinnudag, næstkomandi laugardag, 9. apríl og hefst hann kl. 09:00

Þar ætlum við að taka höndum saman og hreinsa til í kringum Klappir, fjarlægja stoðir úr kjallaranum, leggja dren og ýmislegt fleira.

Við óskum því eftir ykkar aðstoð kæru félagar og vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta :)