Vinnudagur 5. maí - Helstu verk

Vinnudagur laugardaginn 5. maí frá kl. 10 - 15               

Helstu verkefni vinnudags eru almenn hreinsun á velli og við klúbbhús, trjáklippingar, brúarsmíði, vinna við göngustíga, fara yfir girðingar umhverfis völlinn, setja út bekki og húsgögn. Vallarnefd mun sjá um verkstjórn og munu klúbbfélagar geta sett sig á verk eftir vilja og getu hvers og eins. Öll verkfæri og efni eru til staðar. Ennfremur eru nokkur smáverk í klúbbhúsi sem þarf að huga að.

Boðið verður upp á súpu og brauð í hádeginu.

Margar hendur vinna létt verk.....................

Gleðilegt Golfsumar ágætu klúbbfélagar

Opnum síðan völlinn kl. 16.00.  Skráning hefst sama dag á www.golf.is.

Vallarnefnd og Stjórn GA