Vinnudagar og opnun Jaðarsvallar

Á mánudaginn næsta, 17.maí og á þriðjudaginn 18.maí, verða vinnudagar upp á Jaðri á milli 16-19. Það er ýmislegt sem þarf að gera svo að við getum opnað völlinn og munu allir geta fundið eitthvað verk við sitt hæfi. 
Dæmi um verkefni:

  • Þrífa stéttar í kringum Golfskála
  • Setja útihúsgögn á pall
  • Bæta salla í stíga og hefla
  • Raka glompur
  • Almenn hreinsun í kringum Golfskála
  • Týna laust rusl á vellinum
  • Grisja greinar og tré

Hafi fólk tök og áhuga á að mæta fyrr þessa daga er það velkomið og munum við þiggja alla hjálp.
Súpa, brauð og kaffi verður í boði fyrir duglegu sjálfboðaliðana okkar í skálanum kl. 19:00 báða dagana.

Völlurinn kemur vel undan vetri og hlökkum við mikið til sumarsins með okkar frábæru GA félögum. Það er okkur hjá GA gríðarlega mikilvægt að eiga góða sjálfboðaliða og hlökkum við til að hitta sem flesta á mánudag og þriðjudag. 

Völlurinn mun síðan opna miðvikudaginn 19. maí og hlökkum við mikið til að taka á móti ykkur á Jaðri.