Vinnudagar í næstu viku

Þá er farið að styttast all verulega í opnun Jaðarsvallar og er stefnan sett á fimmtudaginn næsta. Völlurinn kemur mjög vel undan vetri og hafa dúkarnir á grínunum þjónað sínum tilgangi gríðarlega vel og má sjá iðagrænar flatir um allan Jaðarsvöll. 

Til að allt gangi upp og við getum opnað völlinn á fimmtudag þurfum við aðstoð okkar félagmanna í næstu viku. Við setjum stefnuna á þrjá vinnudaga, mánudag, þriðjudag og miðvikudag frá 16-20. Mismunandi verkefni verða í boði alla dagana og geta því allir fundið eitthvað við sitt hæfi.

Mánudagur 16-20:
Æfingasvæði - Klappir. 

  • Týna bolta úr skógi
  • Týna bolta uppúr jörðu
  • Holufylla með salla í dokkir
  • Snyrta umhverfi Klappa og innandyra
  • Uppsetning nýrra motta á efri hæð

Uppsetning á teigum á Dúddisen með nýjum mottum 

Þriðjudagur 16-20:

  •  Almenn snyrting í kringum golfskála
  • Stilla garðhúsgögnum upp
  • Mála útveggi á skála
  • Mála bílaplan
  • Keyra salla í stíga
  • Setja sand í glompur og raka

Miðvikudagur 16-20:

  • Standsetja glompur
  • Keyra salla í stíga
  • Mála bílastæði
  • Setja út rusladalla, teigmerki og bekki

Eins og sjá má er nóg af verkefnum framundan og vonumst við til að sjá sem flesta í næstu viku.

Við munum opna völlinn á fimmtudaginn, inn á öll 18 sumargrínin og væri gaman að sjá sem flesta svo opnunin verði sem glæsilegust. Hér að neðan má sjá myndir af 6.,9. og 18. gríni í dag.