Vinnudagar á Klöppum næstu daga

Sæl verið þið kæru GA félagar

Nú er stefnan sett á að opna Klappir, nýja og glæsilega æfingasvæðið okkar, á föstudaginn næsta 10. júní og til þess að allt verði sem glæsilegast er mikið af smáum verkum sem þarf að klára og biðlum við því til ykkar að aðsoða okkur.

Við ætlum því að vera með vinnudaga næstu þrjá daga fram að því eða nánar tiltekið þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag og hefjast þeir allir klukkan 17:00.

Ennþá eru mörg verk eftir og er óhætt að segja að margar hendur vinni létt verk og því væri hjálp ykkar vel þegin. Allir geta fundið verkefni við sitt hæfi og hjálpað okkur að ná því markmiði að opna æfingasvæðið á föstudaginn.

Sjáumst á Klöppum á morgun, þriðjudag, klukkan 17:00

Kveðja,

GA