Vinna á vellinum vegna Íslandsmótsins í golfi

Nú styttist óðum í Íslandsmótið í golfi og eru starfsmenn vallarins í óða önn að undirbúa völlinn fyrir mótið.

Partur af því er að snúa við vellinum þessa vikuna og er það gert til að gefa fyrri níu holunum smá hvíld þar sem allmargir leika einungis 9 holur.

Einnig munu flatir nr 1 og 4 verða lokaðar í dag, mánudag og á morgun þriðjudag.  Settur var yfir þær dúkur og er þetta gert til gefa þeim algera hvíld.

Holurnar verða því í forgrínuni á þessum brautum þessa tvo daga.