Viltu vinna Titleist limited staff poka?

Um helgina verður Birgir V. Björnsson færasti golfkylfusmiður landsins á Akureyri og verður með kylfumælingar á laugardag og sunnudag í golfhöllinni hjá okkur. 

Þeir kylfingar sem láta mæla sig fyrir Titleist kylfum fara í pott og eiga möguleika á að vinna Titleist limited staff poka frá ÍSAM. Gríðarlega flottur poki sem vinir okkar hjá ÍSAM ætla að leggja til fyrir þá sem láta mæla sig. Ennþá eru laus pláss í mælingar og fer skráning fram á skrifstofa@gagolf.is.

Meðfylgjandi er auglýsing frá Birgi ásamt mynd af Magga Lár með bætingum sínum sem hann náði með nýja Titleist TS drivernum.