Viltu læra golf eða langar að prufa?

Fimmtudaginn 21. febrúar frá 18-21 ætla unglingar og golfkennarar úr Golfklúbbi Akureyrar að bjóða upp á golfkennslu í Golfhöllinni. 

Frábært tækifæri fyrir alla fjölskylduna að skella sér saman í golf. 
Verð fyrir enstakling:
Vippkennsla - 1000kr
Púttkennsla - 1000kr
Golfsveifla - 1000kr.
Verð fyrir kennslu í öllu - 2500kr

Í kaupæti færðu vöfflu og kaffi! 
Öllum frjálst að koma og prufa, ekki er nauðsynlegt að vera í GA og ekki þarf að koma með kylfur.