Vigfús Ingi og Sigþór sigruðu Púttmótaröð GA

Það voru þeir Vigfús Ingi Hauksson og Sigþór Haraldsson sem urðu Púttmeistarar GA 2019 en þeir tryggðu sér titilinn síðastliðið miðvikudagskvöld með því að leggja af velli þá Sigurð Samúelsson og Eið Stefánsson. 

Ingi og Sigþór eru vel að sigrinum komnir og óskum við þeim innilega til hamingju með flottan sigur.