Við opnum holur 5,6 og 14 á morgun, föstudaginn 24.maí

Á morgun, föstudaginn 24. maí, munum við opna holur 5,6 og 14 fyrir kylfinga og verða því allar holur nema 11. opnar. Framkvæmdum miðar vel áfram á elleftu og vinna okkar starfsmenn hörðum höndum að því að hafa hana klára sem allra fyrst.

Ennþá eru brautirnar á 5 og sérstaklega 6 fremur blautar og viðkvæmar og biðjum við því kylfinga um að fara varlega með þær og þá sem eru á ökutækjum að keyra sem mest í röffinu á þeim brautum. Forgrínið á 14. sem var verið að stækka og betrumbæta er einnig viðkvæmt og þarf að fara gætilega með það til að byrja með.

Veðurspáin er flott næstu daga og stefnir í frábært sumar! Skráning í mót á vegum GA er í fullum gangi á golfbox og er óhætt að segja að hægt sé að finna mót fyrir alla í fjölbreyttri mótaskrá okkar, holukeppni, punktakeppni, texas og höggleikur en mótaskrá okkar má finna hér