Vetrarmótaröðin fer vel af stað

Þá er vetrarmótaröð GA farin af stað og eru allir riðlar byrjaðir að spila og er því mikil bókun í hermana þessa daga. 

Af gefnu tilefni eru hér nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga:

* Þeir sem eru síðastir skráðir í hermana á kvöldin eiga að slökkva á skjávarpa, tölvu og trackman.
* Úrslit leikja skal senda á skrifstofa@gagolf.is strax að leik loknum.
* Ekki er heimilt að leika í mótaröðinni ef mótsgjald hefur ekki verið greitt. 
* Leikir eiga að klárast fyrir fyrirfram gefnar dagsetningar og biðjum við kylfinga um að draga það ekki að spila leikina sína.
* Ef erfitt reynist að finna spiltíma fyrir fyrirfram gefnar dagsetningar biðjum við kylfinga um að láta vita á skrifstofa@gagolf.is.

Gangi ykkur vel kyllfingar!