Þá erum við hjá Golfklúbbi Akureyrar farin af stað með Vetrarmótaröð GA, Höldur x Skógarböðin en leikin verða fimm mót í vetur, eitt í hverjum mánuði út aprílmánuð.
Fyrsta mót vetrarins er tveggja manna texas scramble mót og verður hægt að spila það í golfhermum GA út desember.
Höldur og Skógarböðin munu sjá um mótin í samvinnu við GA og koma að verðlaunum en veitt verða verðlaun fyrir hvert mót fyrir sig en einnig verða veitt vegleg verðlaun fyrir efstu sætin í mótaröðinni í heildina.
15 stig eru veitt fyrir efsta sætið, síðan 12, þá 10, 8,7,6,5,4,3,2,1. Ef mótin eru liðamót munu báðir aðilarnir sem vinna fá 15 stig.
Til að taka þátt í mótaröðinni þarf að vera með virkan Trackman aðgang og virka Trackman forgjöf, að lágmarki þurfa kylfingar að hafa spilað tvo hringi til forgjafar í Trackman til að geta tekið þátt.
Fyrsta mótið er eins og áður kom fram tveggja manna Texas Scramble mót, spilað á Seaside vellinum í Bandaríkjunum sem er einn af top 100 völlunum þar í landi. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í því móti.
Við hvetjum fólk eindregið til að taka þátt í mótaröðinni okkar en til þess þarf einungis að bóka sér tíma inn á boka.gagolf.is og síðan aðstoðar starfsfólk GA ykkur við að komast inn í mótið.