Vetrarmótaröð GA

Við viljum minna á Vetrarmótaröð GA sem mun hefjast 9. janúar, en að gefnu tilefni hefur skráningarfresturinn verið lengdur til 8. janúar. Við hvetjum sem flesta til að skrá sig í þessa frábæru mótaröð!
Í hverju liði eru tveir leikmenn og leikfyrirkomulag er foursome holukeppni með forgjöf en hámarksforgjöf er 36 hjá konum og 24 hjá körlum Til að reikna forgjöf liðsins eru forgjafirnar lagðar saman og sú tala deild í tvo.
Til að skrá sig þarf aðeins að senda nöfn, kennitölur og forgjafir liðsins á steindor@gagolf.is.
Það kostar litlar 10.000 kr.- að vera með en innifalið er notkunin á hermunum meðan á leikjum stendur.

Einnig viljum við minna á Púttmótaröð GA sem er enn í fullum gangi. Sjá nánari upplýsingar á http://www.gagolf.is/is/um-ga/frettir/getAllItems/1/puttmotarod-ga-2018