Vetrarmótaröð 2020 - leikjaniðurröðun og skipulag

Það verða ný nöfn rituð á þennan
Það verða ný nöfn rituð á þennan

Þá er skráningu lokið á Vetrarmót GA 2020 og voru það 8 lið sem skráðu sig til leiks þetta árið. Spilað verður í tveimur fjögurra liða riðlum þar sem öll liðin spila á móti hvort öðru og síðan verða undanúrslit og úrslit. Einnig verður spilað upp á 5. og 7. sætið þannig öll lið fá amk fjóra leiki.

Allir leikmenn spila af sömu teigum og er leikforgjöf liðs miðuð við gula teiga af Jaðarsvelli. Spilað verður foursome þar sem leikmenn skiptast á að slá upphafshögg og alltaf annað hvert högg eftir það þangað til sú hola er búin. Spilað er með forgjöf og er það því þannig að ef lið með 10 og 12 í liðsforgjöf mætast á liðið með hærri forgjöf aukahögg á tvær erfiðustu holur vallarins. 

Pútt verða stillt á auto - fixed. Kylfingar bóka tíma í herminum og merkja með v-mót, tvær klukkustundir er meira en nægur tími til að klára einn leik. Athugið að lið mega ekki hefja leik nema að vera búin að borga mótsgjald sem er 10.000kr á lið. Hægt er að borga á skrifstofu GA í Golfhöllinni, einnig er hægt að millifæra inn á 162-26-125 kt. 5801697169 og senda kvittun á jonheidar@gagolf.is

Úrslit skulu tilkynnt á jonheidar@gagolf.is 
ATHUGIÐ að breytt fyrirkomulag er þannig að allir leikir skulu spila þangað til annað liðið hefur sigur, ekki er hægt að gera jafntefli. Bráðabani er hafinn á 1. holu vallarins og spilað þangað til annað liðið vinnur holu. 

Hér má sjá niðurröðun í riðla og áætlaðar tímasetningar ásamt völlum sem umferðirnar eru spilaðar á.