Vetraræfingar GA

Heiðar Davíð og Stefanía Kristín, þjálfarar GA verða með æfingar í vetur. Þetta er tilvalið fyrir þá sem vilja vera tilbúnir fyrir sumarið.

Tímarnir henta öllum, lengra komnum sem byrjendum.

  • Æfingarnar eru tólf talsins frá desember fram í maí og hver æfing er 1 klst.
  • Æfingarnar verða á þriðjudagskvöldum frá 20-21 og 21-22, tvisvar í mánuði. Við bætum við degi ef þáttaka er það mikil að þriðjudagskvöld nægir ekki fyrir hópana. Miðast er við að ekki séu fleiri en 5 iðkendur á kennara.
  • Æfingarnar fara fram í inniaðstöðu GA sem er í Íþróttahöllinni og þáttakendur hafa aðgang að henni á auglýstum opnunartíma.
  • Meðal annars verður notast við trackman hermi á æfingum.
  • Skráningu lýkur 6.desember og æfingar hefjast þriðjudaginn 10.desember.
  • Verð er 36.000.kr. Hægt er að skipta greiðslu í tvennt, sú fyrri við skráningu og seinni í febrúar.

Skráning og nánari upplýsingar:

skrifstofa@gagolf.is