VerslunarmannahelgarBOMBAN haldin næstkomandi sunnudag

Næstkomandi sunnudag, þ.e. 4. ágúst, verður Verslunarmannahelgar-BOMBAN haldin, en leikfyrirkomulag er Texas Scramble. Í mótinu er samanlögð vallarforgjöf deilt í með 5 en forgjöf má þó ekki vera hærri er vallarforgjöf forgjafarlægri kylfingsins. Kylfingur/lið getur ekki unnið til forgjafarverðlauna sé forgjöf ekki virk eða kylfingur ekki meðlimur í golfklúbb innan GSÍ.

2 leikmenn spila saman í liði, með sitthvorn boltann. Leikmenn leika síðan alltaf frá þeim stað sem þeir ákveða að leika frá - sá sem á boltann sem valinn er skal leika á undan. Leikmenn hvers liðs skila síðan einu sameiginlegu skorkorti. MJÖG MIKILVÆGT ER AÐ LIÐ SKRÁ SIG SAMAN Á TEIG!!! 

Að venju verða verðlaunin glæsileg, en heildarverðmæti þeirra nema yfir 450. þús króna. Aðalstyrktaraðili mótsins er Strikið Veitingahús. Aðrir styrktaraðilar eru: Vodafone, ECCO, Átak, Svefn & heilsa, Vífilfell og Glóbus auk fl. Nándarverðlaun og lengsta teighögg.

Undanfarin ár hefur mótið verið fullbókað, og færri komist að en vilja, og því hvetjum við fólk til að skrá sig tímanlega. Skráning fer fram hér.

 

1.sæti - 2 x Snjallsími frá Vodafone

2.sæti - 2 x 15.000 kr. gjafabréf á Strikið + 2 x 10.000 kr. gjafabréf frá Ecco

3.sæti - 2 x 10.000 kr. gjafabréf á Strikið + 2 x 10.000 kr. gjafabréf frá Ecco

4.sæti - 2 x 14.000 kr. rúmföt frá Svefn og Heilsu + 2 x Matarkarfa

5.sæti - 2 x 10.000 kr. gjafabréf á Strikið

 

Nándarverðlaun á 4.braut - Heilsukoddi frá Svefn og Heilsu

Nándarverðlaun á 6.braut - 10.000 kr. gjafabréf á Strikið

Nándarverðlaun á 11.braut - Heilsukoddi frá Svefn og Heilsu

Nándarverðlaun á 14.braut - 10.000 kr. gjafabréf frá Ecco

Nándarverðlaun á 18.braut - 3 mánaða kort í Átak heilsurækt

Liðið sem er næst holu í tveimur höggum á 7.braut - 2 x 14.000 kr. rúmföt frá Svefn og Heilsu

Lengsta teighögg karla á 15.braut - 10.000 kr. gjafabréf á Strikið

Lengsta teighögg kvenna á 15.braut - 10.000 kr. gjafabréf á Strikið

 

Auk þess verða aukaverðlaun frá Glóbus og Vífilfelli.

 

Mótsgjald kr. 4.500.-