VerslunarmannahelgarBOMBA GA & Striksins Veitingahúss

Sunnudaginn 5. ágúst

Texas scramble með fjölda glæsilegra vinninga.

Í mótinu er samanlögð vallarforgjöf deilt í með 5 en forgjöf má þó ekki vera hærri en vallarforgjöf forgjafarlægri kylfingsins.

Kylfingur/lið getur ekki unnið til forgjafarverðlauna sé forgjöf ekki virk eða kylfingur ekki meðlimur í golfklúbb innan GSÍ

Gjafabréf: Aðalstyrktaraðili mótsins er Strikið Veitingahús

Aðrir styrktaraðilar eru: ECCO, Hátækni, Heimsferðir og Glóbus

Nándarverðlaun og lengsta teighögg.

• 2 leikmenn spila saman í liði, með sitthvorn boltann.

• Leikmenn leika síðan alltaf frá þeim stað sem þeir ákveða að leika frá - sá sem á boltann sem valinn er skal leika á undan.

• Leikmenn hvers liðs skila síðan einu sameiginlegu skorkorti.

MJÖG MIKILVÆGT ER AÐ LIÐ SKRÁ SIG SAMAN Á TEIG!!!

Mótsgjald kr. 4.000.- á mann.