VerslunarmannahelgarBOMBA GA, REMAX,Striksins & ECCO

Helstu úrslit úr BOMBUNNI.

Í 1. sæti urðu þeir Kári Már Jósavinsson GA og Björn Guðmundsson GA á 61 höggi

Í 2. sæti - liðið Eagle-eye þeir Jón Viðar Þorvaldsson GA og Þórhallur Pálsson GA á 62 höggum

Í 3. sæti voru Birdie brothers á 63 höggum en það vorur þeir Samúel og Friðrik Gunnarssynir úr GA einnig á 63 höggum í 4. sæti Ragnar Snær Njálsson GA og Sigfús Páll Sigfússon GÁS. Í 5. sæti líka á 63 höggum voru þeir Sigurbjörn Þorgeirsson GÓ og Þorgeir Örn Sigurbjörnsson GÓ.

Veitt voru verðlaun fyrir lengsta teighögg á 15. braut og sló Ingvar Karl Hermannsson GA lengst.

Nándar verðlaun voru á 4. og 18. braut - á 4. var Böðvar Kristjánsson GA næstur holu 1,80m frá og á 18. braut var það Kristján Eldjárn 1,72 m frá.

Þátttakendur voru 144 og var spilað fyrri hluta dags í blíðu veðri en svo fór að rigna og var nokkuð blautt á keppendum síðari hluta dagsins.

Golfklúbburinn þakkar keppendum fyrir góðan dag og styrktaraðilum fyrir glæsileg verðlaun. Strikinu veitingahúsi, Remax og Ecco.