Verðlaun veitt fyrir afrakstur sumarsins

Í dag var uppskeruhátíð barna og unglinga hjá klúbbnum.

Að lokinni púttkeppni bauð unglingaráð til pizzuveislu hjá Vídalín, eftir að allir höfðu gert matnum góð skil fór Ólafur kennari yfir sumarið og helstu afrek þeirra ungu kylfinga sem fengu viðurkenningar.

Allir 12 ára og yngri fengu sérstakt viðurkenningarskjal fyrir þátttöku í æfingum og keppnum á vegum GA

Eftirfarani fengu viðurkenningar.

Fyrir góða ástundun: Fannar Már Jóhannsson Andrea Ýr Ásmundsdóttir

Sérstök hugarfarsverðlaun: Jón Heiðar Sigurðsson Sara María Birgisdóttir

Framfaraverðlaun: Lárus Ingi Antonsson Víðir Steinar Tómasson

Verðlaun fyrir bestan árangur í mótum í sumar: Stefanía Elsa Jónsdóttir í stúlknaflokki

Kristján Benedikt Sveinsson í flokki 14 ára og yngri

Ævarr Freyr Birgisson í flokki 15 - 18 ára

Æfingum úti er lokið og hefjast æfingar inni í Golfhöll 5. nóvember skv tímatöflu sem mun verða birt innan tíðar á unglingablogg síðu GA.

Auk Óla kennara og unglingaráðs þá vill stjórn og starfsfólk GA þakka ykkur unga fólk fyrir sumarið.