Vel sótt Héraðsdómaranámskeið

Mikill áhugi á dómaranámskeiðum.

Dómaranámskeið var haldið hér í gær á Akureyri 18. apríl.

Kennari: Sigurður Geirsson alþjóðadómari.

Námskeið þetta var opið öllum félögum í klúbbum hér á norðurlandi. Námskeiði lauk með prófi sem flestir tóku en það var val.

Mikill áhugi er á þessum námskeiðum og eru nú þegar búnir að sitja námskeið á höfuðborgarsvæðinu um 80 manns og í gær voru námskeið bæði í Hafnarfirði og á Akranesi auk Akureyri.