Vel heppnuð TrackMan kennsla á föstudaginn síðasta

Á föstudaginn síðasta kl. 13:00 stóð Heiðar Davíð fyrir Trackman kennslu fyrir áhugsama í Golfhöllinni.

13 kylfingar mættu og hlustuðu og tóku vel eftir því sem hann hafði að segja og má segja að kylfingar hafi verið ánægðir með kennsluna.

Við munum bjóða aftur upp á svona kennslu í byrjun janúar fyrir þá sem ekki höfðu tök á því að mæta í þetta skiptið. 

Farið var yfir trackman æfingasvæðið, hvernig á að spila velli, trackman appið og fleira skemmtilegt í þessari kennslu.