Vel heppnuð Icewear Bomba

Icewear bomban heppnaðist með glæsibrag í gær. Veðrið var einnig vonum framar, enda er alltaf blíða á Akureyri.

178 manns léku í Texas-scramble og ljóst var að þetta yrði háspenna frá fyrsta til síðasta teigs. Við starfsfólk GA þökkum ykkur sem mættuð og vonum að þið hafið skemmt ykkur vel. 

Icewear sáu um glæsileg verðlaun á mótinu og við þökkum þeim kærlega fyrir þeirra framlag.

Úrslitin voru gríðarlega jöfn og nokkur lið enduðu jöfn en þá vinnur það lið sem spilaði betur seinni 9. Ef lið eru enn jöfn þá er skoðað síðustu 6 holurnar og koll af kolli.

Úrslit voru sem hér segir (með forgjöf): 
1.sæti: Víðir Steinar Tómasson og Ottó Ernir Kristinsson - 62 högg 2x60.000kr gjafabréf í Icewear

2.sæti: Þórhallur Árni Höskuldsson og Höskuldur Þór Þórhallsson - 63 högg 2x 40.0000kr gjafabréf í Icewear

3.sæti: Brynjar Heimir Þorleifsson og Þorleifur Gestsson - 63 högg 2x 30.000kr gjafabréf í Icewear 

4.sæti: Methúsalem Hilmarsson og Hulda Þórey Garðarsdóttir - 63 högg 2x 15.000kr gjafabréf í Icewear

5.sæti Sigurður Hreinsson og Sigurður Helgi Ólafsson 64 högg 2x 10.000kr gjafabréf í Icewear

Nándarverðlaun: 5.000kr gjafabréf í Icewear
4. hola: Barði Þór Jónsson 3,4m
8. hola: Hallur Guðmundsson 85cm
11. hola: Stefán L. Sigurðsson 1,06m
14. hola: Alfreð Már Hjaltalín 36cm 
18. hola: Baldur Ingi Karlsson 2,21m

Lengsta drive 5.000kr gjafabréf í Icewear - Brynja Sigurðardóttir

Vinningshafar geta nálgast verðlaun sín á skrifstofu GA. Við hjá GA þökkum þátttakendum og Icewear kærlega fyrir skemmtilegt mót.