Vel heppnuð heimsókn frá Birgi Leif

Um síðustu helgi kom Birgir Leifur Hafþórsson í heimsókn til okkar í Golfhöllina.

Bauð hann upp á golfkennslu og skemmtilega leiki/æfingar fyrir okkar börn/unglinga sem og fyrir aðra GA félaga.

Það var fjöldi fólks sem mætti og nýtti sér þetta frábæra tækifæri til að fá leiðsögn frá Íslandsmeistaranum og var mikil ánægja með þessa heimsókn.

Það er okkar von að endurtaka þetta aftur í mars ef tími gefst til og verður það þá nánar auglýst síðar.

Við þökkum Birgi Leif kærlega fyrir komuna sem og öllum þeim GA félögum sem lögðu leið sýna til okkar í Golfhöllina.