Vel heppnuð æfingaferð í Leiruna

Alls voru 14 krakkar í ferðinni ásamt golkennara GA og tveimur foreldrum.
Ferðin var góður undirbúningur fyrir mótaröðina í sumar, en fyrst mótið fer einmitt fram í Keflavík í lok maí.  

Spilamennskan hjá hópnum var almennt nokkuð góð og náðu nokkrir að lækka forgjöfina sína í ferðinni og margir spiluðu hringi í kringum sína forgjöf. Spilað var mót á laugardeginum þar sem að keppt var í höggleik án forgjafar og punktakeppni með forgjöf. Sigurvegari í höggleik var Eyþór Hrafnar Ketilsson á 75 höggum af hvítum teigum en í punktakeppni var Lárus Ingi Antonsson með bestan árangur á 37 punktum af bláum teigum.

Ferðin tókst mjög vel í alla staði og var virkilega vel tekið á móti hópnum bæði að hálfu Golfklúubbs Suðurnesja og Holtaskóla, þar sem að gist var, og kunnum við þessum aðilum bestu þakkir fyrir gestrisnina.  Nú tekur við hjá lokaundirbúningur fyrir keppnistímabilið og það verður virkilega gama að sjá hvenig krakkarnir okkar spila í sumar.  

Með kveðju,

Sturla golfkennari GA og
Unglinganefnd GA