Vel heppnaður vinnudagur hjá GA

Þessir tveir tóku vel á því!
Þessir tveir tóku vel á því!

Í gær var vinnudagur á Jaðri þar sem um 75 sjálfboðaliðar mættu og tóku til hendinni hér á Jaðri og gæddu sér á dýrindis kjötsúpu hjá Jóni Vídalín.

Vel tókst að vinna þau verk sem þurfti og erum við hjá GA einstaklega ánægð með hjálpina sem við fengum og er útlit vallarins og skálans farið að líta mjög vel út. Völlurinn opnaði síðan fyrir duglegu sjálboðaliðina og voru 16 holur opnar. 

Við viljum þakka þeim sem mættu í gær kærlega fyrir hjálpina og hlökkum við mikið til komandi golfsumars.

Hér má sjá myndir frá vinnudeginum.