Vel heppnaður vinnudagur

Kylfingar spenntir að komast á teig
Kylfingar spenntir að komast á teig

Síðastliðinn laugardag var vinnudagur hér á Jaðri.  Veðrið lék við okkur og fjölmargir GA félagar mættu og tóku til hendinni við að snyrta golfvöllinn okkar.

Eftir vinnu var svo boðið upp á hamborgara og pylsur áður en haldið var af stað út á golfvöll.  

Það voru því fjölmargir glaðbeyttir kylfingar sem hófu leik að loknum vinnudegi og skemmtu sér vel.

VIljum við þakka þeim fjölmörgu GA félagum sem mættu kærlega fyrir og við hlökkum til að sjá ykkur á golfvellinum í sumar.