Vel heppnaður foreldrafundur á Jaðri

Á mánudagskvöldið síðastliðið héldu Heiðar Davíð og Stefanía Kristín golfkennarar GA gríðarlega vel heppnaðan foreldrafund fyrir þá foreldra sem eiga börn sem æfa hjá GA.

Mjög góð mæting var á fundinn en rúmlega 50 foreldrar mættu á hann. 
Heiðar og Stefanía voru með glærusýningu þar sem farið var yfir áhersluatriði sumarsins og hvað væri í vændum í barna- og unglingastarfi GA. 

Ljóst er að mikill áhugi er hjá börnum og unglingum á golfi og hefur starf okkar hjá GA stækkað mikið í vetur og er því von á góðu sumri hjá GA. 

Þá var einnig ritað undir samninga við meistaraflokkskylfinga GA, þá Víði Steinar, Andreu Ýr og Lárus Inga. Tumi Hrafn og Eyþór Hrafnar voru ekki á svæðinu en von er á undirsskriftum frá þeim þegar þeir mæta norður. 

Í dag halda sex kylfingar frá GA ásamt Heiðari Davíð og 12 öðrum kylfingum á Norðurlandi í æfingaferð til Novo Sancti Pedri en þar verður dvalið í 8 daga við fyrsta flokks æfingaaðstöðu.